„Þeir munu ekki hætta“

Mette Frederikssen, forsætisráðherra Danmerkur.
Mette Frederikssen, forsætisráðherra Danmerkur. AFP

Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segir brýnt að efla varnir Evrópu eftir röð lofthelgibrota Rússa.

Hún segir næstu skref álfunnar vera að auka hernaðarlegan og fjárhagslegan stuðning við Úkraínu, auka framleiðslu á drónum og drónavarnartækni og endurvopna Evrópulönd.

Þetta kom fram í máli Frederiksen á blaðamannafundi í kvöld vegna leiðtogafundar Evrópusambandsins sem hófst í dag. Auknar varnir Evrópu og Úkraínu vegna ógnar frá Rússum var á meðal umræðuefna fundarins.

Í september sást til rússneskra dróna innan lofthelgis Eistlands og Póllands. Óþekktir drónar hafa jafnframt herjað á danska flugvelli sem varð til þess að þeim var lokað.

Frederiksen svaraði spurningum blaðamanna eftir leiðtogafund ESB.
Frederiksen svaraði spurningum blaðamanna eftir leiðtogafund ESB. AFP/Marie Odgaard

Hættuleg staða

„Við fundum á sama tíma og Rússar herða árásir sína í Úkraínu. Við höfum séð Rússa brjóta lofthelgi og óæskilega drónastarfsemi í nokkrum Evrópulöndum. Þeir eru að ógna okkur, þeir eru að reyna á okkur og þeir munu ekki hætta,“ sagði Frederiksen.

Danir hertu öryggisráðstafanirnar í landinu fyrir leiðtogafundinn þar sem allt drónaflug var bannað.

„Stríðið í Úkraínu er mjög alvarlegt. Þegar ég horfi á Evrópu í dag, þá held ég að við séum í erfiðustu og hættulegustu stöðu síðan í lok seinni heimsstyrjaldarinnar - ekki lengur kalda stríðsins,“ sagði Frederiksen.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert