Vísindakonan Jane Goodall er látin

Goodall var þekktust fyrir rannsóknir sínar á simpönsum.
Goodall var þekktust fyrir rannsóknir sínar á simpönsum. AFP

Dr. Jane Goodall, einn fræg­asti dýra- og um­hverf­is­vernd­un­ar­sinni heims, lést í dag, 91 árs að aldri. 

Jane Goodall-stofnunin greindi frá andláti hennar fyrr í dag en hún lést í Kaliforníuríki þar sem hún var stödd til þess að halda fyrirlestur. Andlát hennar bar að af nátturulegum orsökum. 

Goodall, sem fæddist í Lundúnum árið 1934, var þekktust fyrir störf sín við rannsóknir á simpönsum í Tansaníu sem juku skilning okkar á prímötunum allverulega. 

Goodall hóf rannsóknir sínar í frumskógum Tansaníu árið 1960 og er í dag talin ein merkasta vísindakona heims en hún kom hingað til lands í júnímánuði árið 2016 og hélt opinn fyrirlestur í Háskólabíói. Hún nýtti einnig tækifærið og svaraði tveimur spurningum á Vísindavefnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert