Utanríkisráðuneyti Ísraels segist ætla að senda úr landi til Evrópu hóp aðgerðasinna sem styðja Palestínu og eru um borð í bátum Frelsisflotans sem ísraelski sjóherinn stöðvaði í gærkvöldi.
Tilgangur Frelsisflotans var að komast í gegnum hindranir Ísraelshers og opna dyr fyrir frekari hjálpargögn á Gasasvæðið. Hópurinn hafði reynt að rjúfa hafnarbann fyrir ströndum Ísraels.
Aðgerðasinninn Greta Thunberg er um borð í einum bátanna, Ölmu.
Fram kemur í tilkynningu utanríkisráðuneytisins að hópurinn sé á leiðinni til Ísraels. Fólkið sé óhult og við góða heilsu. Þegar til Ísraels verður komið hefjist ferlið við að senda fólkið úr landi.

