Áhöfn Frelsisflotans verður send úr landi

Skjáskot af ísraelskum hermanni með Gretu Thunberg eftir að Frelsisflotinn …
Skjáskot af ísraelskum hermanni með Gretu Thunberg eftir að Frelsisflotinn var stöðvaður. AFP

Utanríkisráðuneyti Ísraels segist ætla að senda úr landi til Evrópu hóp aðgerðasinna sem styðja Palestínu og eru um borð í bátum Frelsisflotans sem ísraelski sjóherinn stöðvaði í gærkvöldi.

Tilgangur Frelsisflotans var að komast í gegnum hindranir Ísraelshers og opna dyr fyrir frekari hjálpargögn á Gasasvæðið. Hópurinn hafði reynt að rjúfa hafnarbann fyrir ströndum Ísraels.

Greta Thunberg (til hægri) er um borð í einum bátanna.
Greta Thunberg (til hægri) er um borð í einum bátanna. AFP/Lluis Gene

Aðgerðasinninn Greta Thunberg er um borð í einum bátanna, Ölmu. 

Fram kemur í tilkynningu utanríkisráðuneytisins að hópurinn sé á leiðinni til Ísraels. Fólkið sé óhult og við góða heilsu. Þegar til Ísraels verður komið hefjist ferlið við að senda fólkið úr landi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert