Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur óskað eftir kröftugum viðbrögðum frá yfirmanni lögreglunnar í London eftir að umfjöllun BBC leiddi í ljós kynþáttahatur og kvenfyrirlitningu á meðal lögreglumanna.
„Ég hef ekki séð myndefnið en ég því hefur verði lýst fyrir mig og ég er í miklu sjokki yfir því og ánægður með viðbrögð lögreglustjórans. Hann verður að bregðast við af miklum krafti,” sagði Starmer í morgun áður en hann fundaði með leiðtogum ESB í Kaupmannahöfn.
Leynilegar upptökur voru birtar í þætti BBC, Panorama, þar sem lögreglumenn í London sögðust vilja láta skjóta innflytjendur, lýstu yfir ánægju sinni með beitingu valds og gerðu lítið úr tilkynntum nauðgunum.
Í upptökunum sjást lögreglumennirnir hafa uppi kynferðisleg ummæli um samstarfsfólk sitt og tala illa um innflytjendur og múslima.
Eftir að BBC sendi lögreglunni nákvæman lista yfir ásakanirnar á hendur lögreglunni var átta lögreglumönnum vikið úr starfi og einum starfsmanni innan lögreglunnar. Tveimur lögreglumönnum til viðbótar var ekki lengur leyft að starfa úti á götu.
Lögreglustjórinn Sir Mark Rowley sagði að hegðun lögreglumannanna væri „skammarleg, algjörlega óásættanleg og þvert á gildi og gæðaviðmið lögreglunnar”.