Ísraelsmenn greindu frá því í dag að 137 aðgerðarsinnar Frelsisflotans hafa verið sendir til Tyrklands.
Aðgerðarsinnarnir voru hluti af um 400 manna samfloti 42 báta sem voru á leið til Gasa með hjálpargögn, þar á meðal Margrét Kristín Blöndal, betur þekkt sem Magga Stína. Óvíst er hvar hún er niðurkomin nú.
Ísraelsmenn byrjuðu að stöðva samflotið á miðvikudag og var síðasti báturinn stöðvaður í gærmorgun.
Utanríkisráðuneyti Ísraels sagði að þeir sem voru fluttir til Tyrklands voru frá Bandaríkjunum, Ítalíu, Bretlandi, Sviss, Jórdaníu og nokkrum öðrum þjóðum.
