30 særðust í árás á lestarstöð

Mynd úr safni af eyðileggingunni sem hefur orðið í Súmí-héraði …
Mynd úr safni af eyðileggingunni sem hefur orðið í Súmí-héraði vegna stríðsins. AFP

Að minnsta kosti 30 særðust í rússneskri drónaárás á lestarstöð í Súmí-héraði í norðausturhluta Úkraínu í dag. 

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá þessu á samfélagsmiðlum og birti myndskeið af lestarvagni í ljósum logum. 

Hann sagði árásina á Sjotska-stöðina „villimannslega“. Lestarstöðin er um 50 kílómetrum frá landamærum Úkraínu að Rússlandi.

Starfsmenn og farþegar eru á meðal særðra.

„Rússunum gat ekki dulist að þeir væru að ráðast á óbreytta borgara,“ sagði Selenskí. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert