„Barátta sem við eigum hvern einasta dag“

Lina var ung fréttakona þegar uppreisnin og síðar borgarastríðið braust …
Lina var ung fréttakona þegar uppreisnin og síðar borgarastríðið braust út í Sýrlandi. Hún var handtekin í þrígang en komst naumlega undan. Aðstæður fréttafólks í Sýrlandi á þessum tíma voru hræðilegar og setti fólk sig í lífshættu við að greina frá því sem átti sér stað. mbl.is/Karítas

Að vera fréttamaður á ófriðartíma í landi þar sem borgarastyrjöld geisar og stjórnvöld vilja aðeins að ákveðinn áróður sé birtur er ekki auðvelt hlutskipti. Að eiga á hættu á hverjum degi að vera handtekin, pyntuð og jafnvel drepin fyrir það eitt að segja frá atburðum líðandi stundar og vera málsvari fjölmiðla- og tjáningarfrelsis er það sem fréttakonan, heimildarmyndagerðarkonan og aðgerðasinninn Lina bjó við um nokkurra ára skeið eftir að uppreisnin í Sýrlandi hófst og síðar borgarastríðið þar sem mörg hundruð þúsund voru drepnir og um helmingur landsmanna lagði á flótta.

Lina, sem gengur aðeins undir fyrra nafni sínu í öryggisskyni, var um 28 ára þegar uppreisnin byrjaði árið 2011 í heimalandinu. Í kjölfarið hófst borgarastríðið og stóð það yfir í nokkur ár með tilheyrandi mannfalli og hörmungum fyrir land og þjóð. Að lokum var einræðisherranum Bashar al-Assad steypt af stóli í desember í fyrra eftir að uppreisnarhópar hófu eins konar leyftursókn. Flúði hann land og tóku uppreisnarhópar við og reyna nú að byggja upp nýtt Sýrland. Því fylgja þó ýmsar og flóknar áskoranir og ekki er víst enn hvernig til mun takast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert