Fulltrúar Hamas og Ísrael funda í Kaíró

Fundirnir fara fram á mánudag og þriðjudag.
Fundirnir fara fram á mánudag og þriðjudag. AFP/Belaid

Sendinefndir Hamas-samtakanna og Ísraels munu hefja óbeinar viðræður í Kaíró á morgun um lausn gísla og fanga.

Samkvæmt frétt Al-Qahera News, miðli nátengdum leyniþjónustu Egyptalands, hafa fulltrúar beggja aðila þegar hafið undirbúning fyrir fundinn.

Markmið þeirra er að ræða skilyrði fyrir skipti á föngum og gíslum í samræmi við friðaráætlun Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna.

Áætlun Trumps um frið kveður á um vopnahlé, lausn gísla innan 72 klukkustunda, afvopnun Hamas og stigvaxandi brottflutning Ísraela frá Gasasvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert