Heitir því að afvopna Hamas

Benjamín Netanjahú.
Benjamín Netanjahú. AFP/Nathan Howard

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, heitir því að hann muni afvopna Hamas-hryðjuverkasamtökin, hvort sem það gerist með hervaldi eða með friðaráætlun Donald Trumps Bandaríkjaforseta. 

Hvíta húsið birti í vikunni friðaráætlun Trumps varðandi stríðið á Gasasvæðinu en í henni felst meðal annars að frelsa þá gísla sem eru í haldi Hamas og að Hamas samþykki að hafa ekkert hlutverk í stjórnun á svæðinu. 

Netanjahú flutti ávarp í sjónvarpi í Ísrael nú í kvöld þar sem hann lofaði eins og áður segir að honum myndi takast að afvopna hryðjuverkasamtökin. 

„Hamas verða afvopnaðir. Það mun gerast annað hvort á diplómatískan hátt með friðaráætlun Trump eða með okkar hervaldi. Ég hef sagt stjórnvöldum í Bandaríkjunum að þetta muni gerast, sama hvort það verði á auðveldan eða erfiðan hátt þá mun þetta gerast,“ sagði forsætisráðherrann í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert