Ísrael hefur samþykkt fyrsta áfanga brottflutnings Ísraelsher af Gasasvæðinu. Ef Hamas-samtökin samþykkja það getur vopnahlé tekið gildi tafarlaust og lausn gísla og fanga hafist.
Þetta segir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á dreifimiðli sínum en CNN greinir frá.
Í friðaráætlun Trumps er meðal annars kveðið á um stigvaxandi brottflutning Ísraelsher af Gasasvæðinu.
Trump segir í færslunni að Ísraelar hafi nú samþykkt fyrstu útfærslu af svokallaðri brottflutningslínu sem hafi verið kynnt fyrir Hamas-samtökunum.
„Þegar Hamas staðfestir mun vopnahlé taka TAFARLAUST gildi,“ skrifar Trump í færslu sinni, og bætir við að einnig muni lausn gísla og fanga hefjast.
Sömuleiðis verði hafin vinna við næsta áfanga brottflutnings Ísraelsher af Gasasvæðinu.
