Framkvæmdastjóri úkraínska lestarkerfisins segir Rússa hafa hert árásir sínar á innviði kerfisins í þeim tilgangi að einangra byggðir við víglínuna fyrir komandi vetrarmánuði.
Samkvæmt úkraínskum stjórnvöldum var einn maður drepinn og tugir særðust þegar rússneskir drónar gerðu árás á tvær farþegalestir í Sumy-héraði fyrir skemmstu.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur fordæmt árásina.
Oleksandr Pertsovsky framkvæmdastjóri segir að rússneskar árásir á lestarkerfi Úkraínu séu orðnar markvissari og að erfiðara sé að verja sig gegn þeim.
Hann hefur varað við því að með nákvæmari vopnum, á borð við íranska Shahed-dróna, gætu árásirnar haft enn verri afleiðingar.
Rússar hafa reglulega beint spjótum sínum að lestarkerfum og orkuinnviðum Úkraínu frá því að innrás hófst árið 2022.
