Donald Trump Bandaríkjaforseti segir samkomulag um frið á Gasasvæðinu vera í augsýn en sjálfur mun hann þrýsta á að komist verði að samkomulagi á næstu dögum.
Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá.
Hvíta húsið birti í vikunni friðaráætlun Trumps varðandi stríðið á Gasasvæðinu en í henni felst meðal annars að frelsa þá gísla sem eru í haldi Hamas-hryðjuverkasamtakanna og að Hamas samþykki að hafa ekkert hlutverk í stjórnun á svæðinu.
Sömuleiðis er kveðið á um stigvaxandi brottflutning Ísraela frá Gasasvæðinu.
Greint er frá því að Trump hafi tjáð Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, að hann þyrfti að sætta sig við efni friðaráætlunarinnar. Það væri hans möguleiki til þess að vinna sigur á Gasasvæðinu.
„Hann [Netanjahú] hefur enga annarra kosta völ,“ er haft eftir Trump.
Ingólfur Sigurðsson:
Já það eru til menn sem ekki hata Trump eins …
