Meira en 20 blöðrur með áföstum sígarettum sem átti að smygla röskuðu starfsemi flugvallar í Vilníus í Litháen í nótt. Blöðrurnar komu frá Hvíta-Rússlandi.
Röskun varð á flugi frá klukkan 22:15 til 4:40 á staðartíma að sögn yfirvalda í Litháen. Um 30 flugferðum var aflýst, seinkað eða þeim beint annað.
Um 25 blöðrur fóru inn í lofthelgi Litháen, þar af tvær nærri flugvellinum í Vilníus. Ellefu blöðrur fundust í morgun.
Álíka blöðrur komu til Litháen fyrr á árinu. Landamæravörðum hefur verið heimilað að skjóta þær niður frá því í fyrra.
Smyglarar hafa notað slíkar blöðrur til að flytja hvítrússneskar sígarettur sem eru síðan seldar í ríkjum Evrópusambandsins þar sem tóbak er dýrara.
Litháen skráði komu 966 slíkra blaðra í fyrra. 544 hafa komið inn í lofthelgi landsins það sem af er ári.
Overnight, 25 smuggling balloons crossed from Belarus into Lithuania
— NEXTA (@nexta_tv) October 5, 2025
Lithuanian authorities reported that 25 meteorological balloons crossed the border from Belarus overnight. Such devices are often used by smugglers to transport cigarettes.
The incident came amid the temporary… https://t.co/A5HPd2OUDf pic.twitter.com/ZhN4q1qESD
