Thunberg snýr aftur til síns heima

Greta Thunberg ásamt aðgerðasinnum sem styðja Palestínumenn.
Greta Thunberg ásamt aðgerðasinnum sem styðja Palestínumenn. AFP/Yassine Mahjoub

Sænski umhverfisverndarsinninn Greta Thunberg verður á morgun sleppt úr haldi Ísraela og flutt með flugi til Grikklands þaðan sem hún mun halda til síns heima.

Hún, ásamt öðrum, var handtekin um borð í Frelsisflotanum, sem var á leið með hjálpargögn til Gasa, í síðustu viku.

Hátt í 70 manns sem voru um borð í Frelsisflotanum verður flogið til Grikklands á morgun. 28 þeirra eru franskir ríkisborgarar, 27 Grikkir, 15 Ítalir og níu Svíar. 21 Spánverji sneri aftur til Spánar frá Ísrael í dag.

Skjáskot af ísraelskum hermanni með Gretu Thunberg eftir að Frelsisflotinn …
Skjáskot af ísraelskum hermanni með Gretu Thunberg eftir að Frelsisflotinn var stöðvaður. AFP

Sætti ómannúðlegri meðferð

Greint var frá því í dag að Thunberg hafi sætt ómannúðlegri meðferð í haldi Ísraels. Hún er sögð hafa verið látin dúsa í litlum fangaklefa þar sem vatn og matur á að hafa verið af skornum skammti auk þess sem hún er alsett útbrotum vegna veggjalúsar.

Ísrael stöðvaði skip Frelsisflotans á alþjóðlegu hafsvæði þegar þau nálguðust strendur Gasa á miðvikudag. Rúmlega 400 manns voru um borð í 40 skipum flotans. Þeir voru allir handteknir og fluttir til hafnar í Ísrael.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert