Fulltrúar frá Hamas-samtökunum, Ísrael og Bandaríkjunum ætla að hittast í Egyptalandi í dag til að ræða frið á Gasasvæðinu.
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt samningamenn til að „hreyfa sig með skjótum hætti” til að binda enda á næstum tveggja ára stríð á svæðinu.
Bæði Hamas og Ísrael hafa tekið jákvætt í friðartillögu Trumps um að stöðva bardaga og sleppa gíslum á Gasa í skiptum fyrir Palestínumenn sem eru í ísraelskum fangelsum.
Tvö ár eru liðin síðan Hamas réðst á Ísrael sem hratt af stað stríðinu.

