Rússar skutu niður 251 dróna

Úkraínskur hermaður með dróna á lofti.
Úkraínskur hermaður með dróna á lofti. AFP

Varnarmálaráðuneyti Rússlands greindi frá því í dag að 251 úkraínskum dróna hafi verið grandað í nótt í einni mestu árás Úkraínumanna frá upphafi stríðsins.

Fram kemur í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Rússlands að rússneskar hersveitir hafi skotið niður 40 dróna yfir Krímskaga og rúmlega 60 yfir Svartahafi. Þá voru tugir dróna skotnir niður yfir Kursk- og Belgorod-svæðunum, auk annarra svæða, að sögn ráðuneytisins.

Rússar hafa haldið uppi nær stöðugum eldflauga- og drónaárásum, sérstaklega á orkukerfi Úkraínu, á meðan innrás Rússa hófst í febrúar 2022 og heldur áfram.

Úkraínumenn hafa í auknum mæli svarað með árásum, meðal annars á rússneskar olíuhreinsistöðvar og aðra orkuinnviði Rússlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert