Fjöldi látinna eftir að skólabygging hrundi á aðaleyju Indónesíu, Jövu, í síðustu viku er kominn í 54 að sögn yfirvalda í dag en björgunaraðilar leita enn að meira en tug manns sem er enn saknað.
Hluti byggingarinnar hrundi skyndilega þegar nemendur höfðu safnast saman til bæna. Rannsókn stendur yfir á orsök hrunsins, en fyrstu vísbendingar benda til þess að léleg byggingargæði hafi átt þátt í atvikinu, samkvæmt sérfræðingum.
Að minnsta kosti 13 er enn saknað að sögn yfirvalda en þetta er mannskæðasta slys í Indónesíu á þessu ári.
