Ákveðið hefur verið að UFC-bardagi í blönduðum bardagalistum sem hafði verið fyrirhugaður í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna á næsta ári, 4. júlí, verður þess í stað haldinn á 80 ára afmæli Donalds Trumps Bandaríkjaforseta 14. júní.
„14. júní á næsta ári verður stór UFC-bardagi í Hvíta húsinu – rétt við Hvíta húsið, á lóð Hvíta hússins,” sagði Trump við hóp liðsmanna bandaríska sjóhersins í Norfolk í Virginíu-ríki.
Trump, sem hefur verið reglulegur gestur á UFC-bardögum, minntist ekki á það að 14. júní er afmælisdagur hans eða að fagni 80 ára afmæli sínu á næsta ári.
Á 79 ára afmælisdegi forsetans í sumar hélt hann hersýningu sem var ætlað að minnast stofnenda Bandaríkjahers.

