Leit hefur verið hætt að fórnarlömbum eftir að skólabygging hrundi í Indónesíu í síðustu viku. Dánartalan er komin í 67 að sögn yfirvalda.
Hluti af íslömskum heimavistaskóla á eyjunni Jövu hrundi þann 29. september síðastliðinn þegar meira en 170 nemendur höfðu safnast saman til síðdegisbæna.
„Á níunda degi höfum við nú formlega lokið leit og björgunaraðgerðum,“ sagði Mohammad Syafii, yfirmaður björgunarstofnunarinnar (Basarnas), á blaðamannafundi.
Yudhi Bramantyo, framkvæmdastjóri aðgerða hjá stofnuninni, sagði að björgunarmenn hefðu í dag hreinsað allt brak af svæðinu, leitað vandlega og komist að þeirri niðurstöðu að mjög ólíklegt væri að fleiri lík muni finnast.
Rannsókn er hafin á orsökum hrunsins, en fyrstu vísbendingar benda til þess að lítil byggingargæði hafi átt þátt í slysinu, að mati sérfræðinga.

