Friðarvon eftir tveggja ára stríð?

Þúsundir breskra gyðinga lögðu leið sína á Trafalgartorg í Lundúnum …
Þúsundir breskra gyðinga lögðu leið sína á Trafalgartorg í Lundúnum á laugardaginn til að minnast hryðjuverkanna 7. október 2023, þar sem 1.219 voru myrtir. Nú tveimur árum síðar hillir loks undir frið. AFP/Henry Nicholls

Samfélög gyðinga víða um heim minntust þess um helgina að í dag eru liðin tvö ár frá hryðjuverkunum 7. október 2023, þar sem Hamas-samtökin réðust á suðurhluta Ísraels og drápu þar 1.219 manns, mestallt óbreytta borgara, og tóku 251 gísl.

Árásin markaði upphaf núverandi átaka fyrir botni Miðjarðarhafs, þar sem Ísraelsher hefur lagt allt í sölurnar til þess að ganga milli bols og höfuðs á Hamas-samtökunum og endurheimta um leið gíslana, bæði þá sem eru á lífi og lík þeirra sem taldir eru af.

Afleiðingar árásar Hamas-samtakanna 7. október hafa verið skelfilegar fyrir íbúa Gasasvæðisins. Heilbrigðisráðuneyti svæðisins, sem lýtur stjórn Hamas, áætlar að 67.160 íbúar þess hið minnsta hafi fallið í átökunum, en deilt hefur verið um hvort að þær tölur séu áreiðanlegar. Þá hafa átökin leitt af sér hungursneyð á Gasasvæðinu, sem Ísraelar hafa verið sakaðir um að hafa stuðlað að, en stjórnvöld í Ísrael vísa þeim ásökunum til föðurhúsanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert