Hundruðum fjallgöngumanna hefur verið bjargað úr hlíðum Mount Everest Tíbet-megin eftir að hafa lent í óvæntu hríðarveðri.
Í spilaranum að ofan má sjá hvernig björgunarmenn leiða hópinn niður af fjallinu. Sjá má hvernig jakuxar vaða snjóinn klyfjaðir búnaði.
Að minnsta kosti einn fjallgöngumaður er látinn en um 350 manns hefur verið bjargað úr óveðrinu og dvelur fólkið í bænum Qudang.