Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, krefst þess að öllum gíslum sem eru í haldi á Gasasvæðinu verði sleppt þegar í stað og án nokkurra skilyrða.
Tvö ár eru liðin síðan Hamas-samtökin gerðu árás á Ísrael sem hratt af stað stríðinu á Gasasvæðinu.
Guterres sagði í ræðu sinni að á Gasasvæðinu hefði átt sér stað „mannúðar-hamfarir á stigi sem erfitt er skilja”. Hann hvatti jafnframt til endaloka stríðsins á Gasasvæðinu og að almennur fjandskapur á svæðinu hætti.
Alls voru 1.219 manns drepnir í árásinni á Ísrael, flestir almennir borgarar, samkvæmt tölum AFP sem byggja á opinberum ísraelskum tölum.
Vígamennirnir tóku einnig 251 manneskju í gíslingu á Gasasvæðinu. 47 þeirra eru enn í haldi, þar á meðal 25 sem Ísraelsher segir að séu látnir.
Alls hafa 67.160 manns verið drepnir í hefndaraðgerð Ísraelsmanna á Gasasvæðinu, samkvæmt tölum heilbrigðisráðuneytisins á svæðinu sem Hamas-samtökin stjórna. Sameinuðu þjóðirnar telja þær tölur vera réttar.

