Bjartsýni í viðræðum um lok stríðsins

Frá bænum Sharm el-Sheikh þar sem friðarviðræður hafa farið fram …
Frá bænum Sharm el-Sheikh þar sem friðarviðræður hafa farið fram síðan á mánudag. AFP

Háttsettur embættismaður hjá Hamas-samtökunum segir bjartsýni ríkja í viðræðum um að enda stríðið á Gasasvæðinu.

„Sáttasemjarar leggja sig fram við að ryðja úr vegi öllum hindrunum fyrir framkvæmd vopnahlés, og andi bjartsýni ríkir meðal allra aðila,“ sagði Taher al-Nunu, talsmaður Hamas, í samtali við AFP-fréttaveituna frá Sharm el-Sheikh í Egyptalandi, þar sem óbeinar viðræður hafa farið fram milli Ísraels og Hamas frá því á mánudag.

Hamas-samtökin hafa afhent lista yfir fanga sem þau krefjast að verði látnir lausir í fyrstu lotu vopnahlésins.

Í skiptum hyggst Hamas sleppa 47 gíslum, bæði á lífi og látnum, sem samtökin rændu í árás sinni á Ísrael 7. október 2023.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert