Yfirvöld í Bandaríkjunum sem rannsaka Palisades-gróðureldana í Los Angeles greindu frá því í dag að þau hefðu handtekið mann sem er grunaður um að hafa kveikt eldana.
Gróðureldarnir ollu gríðarlegri eyðileggingu í úthverfi borgarinnar og alls létust 12 af völdum eldanna.
Maðurinn sem er í haldi heitir Jonathan Rinderknecht og er 29 ára gamall. Hann var handtekinn í Flórída grunaður um eignaspjöll með íkveikju að sögn Bill Essayli, setts saksóknara Bandaríkjanna.
Hann segir að það komi fram í ákærunni á hendur Rinderknecht að hann beri ábyrgð á einum versta eldsvoða í sögu Los Angeles með tilheyrandi manntjóni og eyðileggingu.
