Rýma flugvöllinn vegna grunsamlegs hlutar

Flugvöllurinn í Nuuk.
Flugvöllurinn í Nuuk. Ljósmynd/Aðsend

Flugvöllurinn í Nuuk, höfuðborg Grænlands, hefur verið rýmdur vegna grunsamlegs hlutar sem fannst þar.

Grænslensk lögregluyfirvöld greina frá þessu.

Allir sem voru staddir á flugvellinum hafa verið beðnir um að yfirgefa hann á meðan „nauðsynleg rannsókn“ lögreglu fer þar fram.

Grænlenski ríkismiðilinn KNR greinir frá því að fólk hafi verið beðið um að koma sér á bílastæði sem er staðsett hinum megin við veginn að flugvellinum.

DR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert