Saka Ísrael um sjóræningjastarfsemi

Ísraelsher stöðvaði í nótt níu báta sem sigldu undir merkjum …
Ísraelsher stöðvaði í nótt níu báta sem sigldu undir merkjum Frelsisflotans á leið til Gasa og handtók áhafnir þeirra. AFP

Tyrkneska utanríkisráðuneytið hefur fordæmt aðgerðir Ísraelshers gagnvart Frelsisflotanum og lýst þeim sem sjóræningjastarfsemi.

Ísraelsher stöðvaði í nótt níu báta sem sigldu undir merkjum Frelsisflotans á leið til Gasa og handtók áhafnir þeirra, en meðal þeirra voru tyrkneskir þingmenn.

„Íhlutunin á alþjóðlegu hafsvæði gegn Frelsisflotanum er sjóræningjastarfsemi,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins, þar sem handtökunum er jafnframt lýst sem „árás á friðsamlega aðgerðarsinna, þar á meðal tyrkneska ríkisborgara og þingmenn“.

Meðal þeirra sem voru um borð var einnig Margrét Kristín Blöndal, betur þekkt sem Magga Stína. Fjölskylda hennar hefur hvatt íslensk stjórnvöld til að beita sér af fullum krafti fyrir því að hún verði leyst úr haldi Ísraelshers.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert