Vopnahlé í nánd: „Var rétt í þessu að fá skilaboð“

Miðinn sem Trump fékk.
Miðinn sem Trump fékk. AFP/Jim Watson

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fékk miða á fundi í Hvíta húsinu rétt í þessu þar sem fram kom að samkomulag um vopnahlé væri í nánd í stríði Ísraels og hryðjuverkasamtakanna Hamas og óskað var eftir samþykki hans fyrir tilkynningu á samfélagsmiðlum.

„Mjög nálægt,“ stóð á miðanum sem Marco Rubio utanríkisráðherra rétti Trump og ljósmyndari AFP á staðnum sá. „Við þurfum að fá samþykki þitt fyrir færslu á Truth Social fljótlega svo þú getir tilkynnt samkomulagið fyrstur,“ segir á miðanum.

„Ég var rétt í þessu að fá skilaboð um að við séum mjög nálægt því að ná samkomulagi í Miðausturlöndum og að það verði þörf fyrir mig mjög fljótlega,“ sagði Trump svo. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka