Steve Witkoff, sérstakur erindreki Bandaríkjastjórnar og Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hrósa ákvörðunum Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í stríðinu.
Telja þeir að ákvarðanir forsætisráðherrans hafi þvingað Hamas-hryðjuverkasamtökin til að gera samkomulag um vopnahlé.
„Netanjahú forsætisráðherra tók nokkrar mjög erfiðar ákvarðanir sem minni menn fólk hefðu ekki tekið og hér erum við í dag. Hamas þurfti að gera þetta samkomulag. Þrýstingurinn var á þeim, sagði Witkoff í opnunarræðu sinni á fundi með ísraelsku ríkisstjórninni um vopnahléssamkomulagið, sem þeir Kushner sátu en CNN segir frá.
Hrósaði Kushner ísraelska forsætisráðherranum fyrir hans frábæra starf í samningaumleitununum. Hann hafi haldið fast við sína línu.
Netanjahú þakkaði þá bæði Witkoff og Kushner fyrir viðleitni sína og framlag til þess að komast á þennan stað.
„Þið hafið lagt hug og hjarta í verkefnið og við vitum að það er bæði Ísrael og Bandaríkjunum til góða. Það er góðu fólki alls staðar til góða og fjölskyldunum sem loksins fá að sameinast ástvinum sínum,“ sagði Netanjahú.
/frimg/1/60/23/1602333.jpg)