Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), segir að stofnunin reiðubúin að auka starfsemi sína til að mæta brýnum heilbrigðisþörfum á Gasa og styðja við endurreisn heilbrigðiskerfisins á Gasa sem er í molum.
Þetta skrifar hann í færslu á samfélagsmiðlinum X þar sem hann bregst við friðarsamkomulaginu á milli Ísraels og Hamas hryðjuverkasamtakanna sem náðist í gærkvöld.
„Besta lyfið er friður. Ég vona að allir aðilar muni virða samkomulagið, þannig að þjáningar allra óbreyttra borgara ljúki loksins og allir gíslar verði fluttir heim með virðingu,“ skrifar Tedros.
