Fékk þyngri dóm eftir áfrýjun

Gisele Pelicot óskaði sjálf eftir að réttarhöldin yrðu opinber almenningi …
Gisele Pelicot óskaði sjálf eftir að réttarhöldin yrðu opinber almenningi til að varpa ljósi á þessa tegund glæpa. AFP

Franskur áfrýjunardómstóll dæmdi í dag mann í tíu ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað Gisele Pelicot, sem er þynging á upprunalegum dómi hans sem var til níu ára.

Maðurinn heitir Husamettin Dogan og er 44 ára en hann var sá eini sem áfrýjaði eftir fyrstu réttarhöldin í fyrra sem haldin voru yfir 51 manni, þar á meðal eiginmanni Pelicot, Dominique Pelicot, í máli sem varðaði umfangsmikið kynferðisofbeldi á henni.

Málið vakti mikinn óhug í Frakklandi, en Dominique Pelicot viðurkenndi að hafa í um það bil áratug byrlað konu sinni ólyfjan og fengið karlmenn, sem hann komst í samband við á netinu, til að nauðga henni á meðan hún var sofandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert