Göturnar í víetnömsku borginni Thai Nguyen eru á kafi í flóðvatni og tugþúsundir manna sitja fastar.
Veðurstofa landsins segir að vatnsborð Cau-árinnar, sem rennur í gegnum borgina, hafi náð methæð.
Umhverfisráðuneytið segir að átta manns hafi farist í skyndiflóðum og aurskriðum í fjöllóttum norðurhluta Víetnam frá 6. október og fimm annarra sé saknað.