Ísraelar fagna: „Þeir eru að snúa aftur“

Fögnuður á torginu í Tel Avív.
Fögnuður á torginu í Tel Avív. AFP/Maye Levin

Þúsundir fagnandi Ísraela söfnuðust saman á torgi í Tel Avív í morgun, vongóðir um endurkomu gíslanna sem hafa verið í haldi á Gasasvæðinu, eftir tvö ár uppfull af ótta og áhyggjum.

Margir þeirra héldu á spjöldum þar sem á stóð „Þeir eru að snúa aftur”, veifuðu fánum Ísraels og Bandaríkjanna og héldu á lofti myndum af gíslunum eftir að Ísrael og Hamas-samtökin komust að samkomulagi um lausn gíslanna í samningi um vopnahlé sem er litið á sem stórt skref í átt að því að binda enda á stríðið á Gasasvæðinu.

AFP/Jack Guez

Hópur hressra Ísraela söng, klappaði og hoppaði saman í hring á Gíslatorgi, þar sem vikulegir mómælafundir hafa verið haldnir þar sem lausn gíslanna hefur verið krafist.

Fögnuðurinn var mikill á torginu í Tel Avív í morgun.
Fögnuðurinn var mikill á torginu í Tel Avív í morgun. AFP/Maya Levin

„Við höfum beðið í 734 daga eftir þessum degi. Við getum ekki ímyndað okkur að vera staddir einhvers staðar annars staðar,” sagði Laurence Ytzhak, 54 ára, íbúi í Tel Avív.

„Ánægjan er mikil, svakalegur léttir í bland við kvíða, ótta og sorg vegna fjölskyldnanna sem hafa ekki og munu ekki upplifa þessa gleði,” bætti hann við.

„Á meðan ég tala við þig fæ ég gæsahúð….Þetta er of fallegt og við getum ekki annað en hugsað til hermannanna sem fórnuðu lífum sínum fyrir þessa gísla.”

AFP/Jack Guez

Hamas-samtökin námu 251 manneskju á brott í árás sinni á Ísrael 7. október 2023 sem hratt stríðinu af stað. Enn eru 47 gíslar í haldi vígamanna, þar af 25 sem Ísraelsher segir að séu látnir.

Alls voru 1.219 manns drepnir í árás Hamas á Ísrael, flestir almennir borgarar, samkvæmt tölum AFP sem byggja á opinberum ísraelskum tölum.

Í hefndaraðgerð Ísraels á Gasasvæðinu hafa að minnsta kosti 67.194 verið drepnir, einnig flestir almennir borgarar, samkvæmt upplýsingum heilbrigðisráðuneytisins á Gasa þar sem Hamas fer með stjórn. Sameinuðu þjóðirnar telja tölurnar vera réttar.

AFP/Maya Levin
AFP/Jack Guez
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert