Ráðherra ætlar að greiða atkvæði gegn vopnahléssamkomulaginu

IBezalel Smotrich fjármálaráðherra Ísraels.
IBezalel Smotrich fjármálaráðherra Ísraels. AFP

Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísraels, segist vera á móti vopnahléssamkomulaginu milli Ísraels og Hamas sem náðist í gærkvöld og ætlar að greiða atkvæði gegn því.

„Það er ógnvekjandi hræðsla við afleiðingarnar af því að tæma fangelsin og sleppa næstu kynslóð hryðjuverkleiðtoga," segir Smotrich í færslu á X. „Einmitt af þessari ástæðu munum við ekki geta tekið þátt í stuttum, hetjulegum fagnaðarlátum og greitt atkvæði með samkomulaginu,“ bætir hann við.

Samkomulag um framkvæmd fyrsta fasa friðarsamnings Donalds Trump þarf enn samþykki öryggisráðs Ísrael en ráðið mun koma saman í dag.

Smotrich fagnar frelsun gíslanna en hann kveðst finna fyrir ábyrgð að tryggja að Ísrael haldi áfram á sinni vegferð til að útrýma Hamas og afvopna Gaza strax eftir að gíslarnir verði látnir lausir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert