Donald Trump Bandaríkjaforseti er væntanlegur til Jerúsalem á sunnudaginn, að sögn forsetaskrifstofu Ísraels.
Stutt er síðan Trump tilkynnti að Ísrael og Hamas hefðu samþykkt vopnahlé á Gasasvæðinu og að gíslum yrði sleppt úr haldi.
Halda átti viðburð í húsnæði forseta Ísraels á sunnudag en vegna tíðindanna og „fyrirhugaðrar heimsóknar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta til Ísraels” var ákveðið að fresta honum, að því er sagði í tilkynningu skrifstofunnar.
