„Gleðidagur“ ef gíslarnir snúa aftur

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, vonar að Ísraelar muni eiga sannkallaðan gleðidag, sem hefjist á mánudagskvöld, þegar búist er við því allir gíslar, hvort sem þeir eru lifandi eða látnir hafa snúið aftur á Gasasvæðið.

„Íbúar Ísraels, fyrir tveimur árum varð Simhat Torah-hátíðardagurinn að degi þjóðarsorgar;” sagði Netanjahú í sjónvarpsávarpi sínu og vísaði þar til hátíðar gyðinga sem hefst á mánudagskvöld.

Telja 20 á lífi

„Í ár verður Simhat Torah, með hjálp Guðs, gleðidagur hjá allri þjóðinni, þar sem fagnað verður endurkomu allra okkar bræðra og systra sem hafa verið í gíslingu,” bætti hann við og sagðist halda að 20 gíslar væru enn á lífi á Gasasvæðinu en að 28 væru látnir.

Hamas-samtökin námu 251 manneskju á brott í árás sinni á Ísrael 7. október 2023 sem hratt stríðinu af stað.

Fyrsti áfangi vopnahléssamkomulagsins kveður á um að allir gíslar sem eru í haldi á Gasa, bæði lifandi og látnir, verði leystir úr haldi innan þriggja sólarhringa frá því að Ísraelsher hörfar til baka. Enn eru 48 gíslar í haldi vígamanna Hamas, þar á meðal 20 sem ísraelski herinn telur að séu á lífi.

Benjamín Netanjahú.
Benjamín Netanjahú. AFP/Andrew Caballero-Reynolds
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert