Alþjóðadeild Rauða krossins segir að lausn ísraelskra gísla og palestínskra fanga, sem hluta af friðarsamningum á Gasasvæðinu, verði að fara fram „örugglega og með reisn”.
„Næstu dagar eru mikilvægir. Ég hvet þá sem tengjast málinu að standa við gefin loforð. Lausn gíslanna verður að fara fram örugglega og með reisn,” sagði Mirjana Spoljaric, forseti ICRC, í yfirlýsingu.
Hún hvatti einnig til þess að mannúðaraðstoð „hefjist á nýjan leik af fullum krafti og að hún berist fólkinu örugglega hvar sem það er statt”.
