Stjórnarandstöðuleiðtoginn og lýðræðissinninn Maria Corina Machado frá Venesúela hlaut í morgun friðarverðlaun Nóbels.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá norsku nóbelsnefndinni.
Machado hlaut þennan heiður „fyrir óþreytandi vinnu sína við að berjast fyrir lýðræðislegum réttindum almennings í Venesúela og fyrir baráttu sína við að koma á réttlátri og friðsamri breytingu frá einræði yfir í lýðræði,” sagði Jorgen Watne Frydnes, formaður nefndarinnar.
Formaðurinn sagði Machado uppfylla öll þau skilyrði sem Alfred Nobel setti fram í tengslum við verðlaunin.
Hún hefur „sameinað stjórnarandstöðuna í landinu, verið staðföst í stuðningi sínum við friðsamlega umbreytingu yfir í lýðræði”.
Hann sagði einnig að Machado hefði „sýnt að verkfæri lýðræðisins væru einnig verkfæri friðar”.
Hann sagði jafnframt að Machado væri „persónugervingur vonar fyrir framtíðina” þar sem réttindi almennra borgara eru vernduð.
„Í þessari framtíð verður fólk loksins frjálst til að lifa í friði,” bætti hann við.
Torfi Kristján Stefánsson:
Norsararnir dauðhræddir við refsiaðgerðir af hálfu Trumps
Gústaf Adolf Skúlason:
Ef ég héti Óbama...
Jóhannes Ragnarsson:
Skinhelgis- og hræsnisverðlaun borgarastéttar Vesturlanda

