Pútín viðurkennir þátt Rússlands í flugslysinu

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur viðurkennt þátt Rússlands í hrapi farþegaþotu frá Aserbaísjan í rússneskri lofthelgi í desember á síðasta ári.

Á fundi með Ilham Aliyev, forseta Aserbaísjan, sem fór fram í Tadsíkistan, sagði Pútín að Rússar hafi skotið flugskeytum í átt að úkraínskum drónum kvöldið sem þotan hrapaði en hún var í rússneskri lofthelgi þegar slysið átti sér stað.

Sprungu nokkrum metrum frá

Pútín sagði að flugskeytin hefðu ekki grandað þotunni með beinum hætti heldur hafi þau sprungið nokkrum metrum frá henni með þeim afleiðingum að hún hrapaði til jarðar í Kasakstan.

67 voru um borð en 38 þeirra létust í slysinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert