Rafmagnsleysi í Kænugarði eftir harðar árásir Rússa

Slökkviliðsmenn vinna að því að slökkva eld í íbúðarhúsnæði í …
Slökkviliðsmenn vinna að því að slökkva eld í íbúðarhúsnæði í Kænugarði eftir árásir Rússa í nótt. AFP

Rússar gerðu harðar árásir á orkuinnviði Úkraínu í nótt með 450 drónum og 30 eldflaugum og eru íbúar í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, margir hverjir án rafmagns og vatns og þá hefur orðið vart við rafmagnsleysi í níu öðrum héruðum í landinu.

Sjö ára stúlka lést í drónaárásinni og níu eru særðir.

Að sögn Volodimírs Selenskí Úkraínuforseta eru þetta vísvitandi tilraunir Rússa til að ráðast á orkugeira í Úkraínu áður en kólnar fer í veðri. Rússar hafa aukið árásir á orkuver í Úkraínu undanfanar vikur.

Selenskí hvetur bandamenn sína, þar á meðal Bandaríkin, til að bregðast við árásum Rússa með raunæfum aðgerðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert