Segja Ísraelsher draga sig til baka

Ísraelskur skriðdreki í morgun. Í bakgrunni eru ísraelskir hermenn.
Ísraelskur skriðdreki í morgun. Í bakgrunni eru ísraelskir hermenn. AFP/Jack Guez

Varnarmálastofnun Gasasvæðisins segir að Ísraelsher sé byrjaður að draga sig til baka frá ákveðnum hlutum svæðisins, sérstaklega í Gasaborg og Khan Yunis.

„Ísraelsher er byrjaður að draga sig til baka frá þó nokkrum svæðum í Gasaborg,” sagði Mohammed al-Mughayyir, háttsettur embættismaður stofnunarinnar. Stofnunin vinnur að björgunarstörfum og starfar undir stjórn Hamas-samtakanna.

Á meðal hverfa sem hersveitirnar eru að draga sig frá eru Tel al-Hawa og Al-Shati-búðirnar þar sem Ísraelar hafa gert harðar loftárásir og ráðist í aðgerðir á jörðu niðri undanfarnar vikur.

AFP/Jack Guez

Mughayyir sagði einnig að herbílar Ísraela hefðu einnig dregið sig frá ákveðnum svæðum borgarinnar Khan Yunis í suðri.

Íbúar þó nokkurra svæða á Gasasvæðinu sögðu AFP einnig að Ísraelsher virtist vera að draga sig til baka.

Talskona ísraelsku ríkisstjórnarinnar, Shosh Bedrosian, sagði að Ísraelsher myndi færa sig að svokallaðri gulri línu er hann fylgir áætlun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta.  

Á meðan á þessu ferli stendur mun herinn samt sem áður enn ráða yfir um 53% af Gasasvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert