Átján manns er saknað eftir að mikil sprenging varð í gær í bandarískri verksmiðju sem framleiðir sprengiefni fyrir herinn.
Fjórir til fimm voru fluttir á nærliggjandi sjúkrahús og þó nokkrir eru sagðir látnir, að sögn BBC.
Björgunarstarf hófst þegar í stað til að finna einhverja á lífi. Verksmiðjan er staðsett í Hickman-sýslu í ríkinu Tennessee.
Fyrirtækið Accurate Energetic Systems starfrækir verksmiðjuna. Yfirvöld hvöttu fólk til að halda sig fjarri henni af ótta við fleiri sprengingar.
