Mörg hundruð drónum var beitt og á fjórða tug flugskeyta í umfangsmikilli árás Rússa á orkuinnviði í níu héruðum í Úkraínu snemma í gær.
Til að mynda fór rafmagnið af heilu hverfunum í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu.
Sjö ára drengur var drepinn og níu særðust í árásinni þar sem íbúðabyggingar voru einnig eyðilagðar.
Rússnesk stjórnvöld hafa sett aukinn kraft í loftárásir sínar á orkuinnviði í Úkraínu og á járnbrautakerfi undanfarnar vikur.
Um framhald á sprengjuherferðum síðustu þriggja vetra er að ræða sem urðu til þess að milljónir manna voru án hita á heimilum sínum í miklum kulda.