Á mánudag munu leiðtogar yfir tuttugu ríkja koma saman í strandbænum Sharm El-Sheik í Egyptalandi á til að ræða friðarsamkomulagið á milli Ísraela og Hamas-samtakanna og hvernig megi binda enda á stríðið á Gasasvæðinu.
Þá hefur Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, einnig staðfest komu sína.
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Abdel Fattah al-Sisi forseti Egyptalands munu stýra fundinum.
„Fundurinn miðar að því að binda enda á stríðið á Gasaströndinni, efla viðleitni til að koma á friði og stöðuleika í Mið-Austurlöndum, ásamt því að hrinda af stað nýju skeiði öryggis og stöðugleika á svæðinu,“ segir í tilkynningu frá embætti forseta Egyptalands.
