Hamas hafa þrýst á Ísraela að leyfa þekktum Palestínumönnum að vera í hópi þeirra fanga sem sleppa á lausum í tengslum við nýlega undirritaðan friðarsamning en lausn ísraelskra gísla er hluti af samningnum.
Dómsmálaráðuneyti Ísraels birti lista yfir 250 fanga sem á að sleppa lausum vegna samningsins. Sjö þekktir fangar eru ekki á listanum, þar á meðal Marwan Barghouti og Ahmad Saadat, að því er BBC greindi frá.
Palestínumenn hafa lengi litið á mennina, sem afplána dóma fyrir aðild að mannskæðum árásum í Ísrael, sem táknmynd andspyrnunnar gegn Ísrael.
Til stendur að sleppa 20 ísraelskum gíslum úr haldi fyrir klukkan 9 á mánudagsmorgun sem hluta af samningnum sem Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði fram.
/frimg/1/60/27/1602782.jpg)

