Hamas þrýsta á Ísraela um lausn þekktra fanga

Marwan Barghuti árið 2003.
Marwan Barghuti árið 2003. AFP/Tal Cohen

Hamas hafa þrýst á Ísraela að leyfa þekktum Palestínumönnum að vera í hópi þeirra fanga sem sleppa á lausum í tengslum við nýlega undirritaðan friðarsamning en lausn ísraelskra gísla er hluti af samningnum.

Dómsmálaráðuneyti Ísraels birti lista yfir 250 fanga sem á að sleppa lausum vegna samningsins. Sjö þekktir fangar eru ekki á listanum, þar á meðal Marwan Barghouti og Ahmad Saadat, að því er BBC greindi frá.

Mótmælandi heldur á fána með mynd af Marwan Barghouti.
Mótmælandi heldur á fána með mynd af Marwan Barghouti. AFP/Zain Jaafar

Palestínumenn hafa lengi litið á mennina, sem afplána dóma fyrir aðild að mannskæðum árásum í Ísrael, sem táknmynd andspyrnunnar gegn Ísrael.

Til stendur að sleppa 20 ísraelskum gíslum úr haldi fyrir klukkan 9 á mánudagsmorgun sem hluta af samningnum sem Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði fram.  

AFP/Zain Jaafar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert