Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að leggja 100% viðbótartolla á Kína frá og með 1. nóvember.
Hann hefur einnig hótað því að hætta við fundarhöld með Xi Jinping, forseta Kína.
Auk viðbótartollanna ætla Bandaríkin að stýra útflutningi á mikilvægum hugbúnaði. Ástæðan fyrir þessu er „ótrúlega ágeng” (e. „extraordinarily aggressive“) hegðun kínverskra stjórnvalda, að sögn Trumps.
„Það er ótrúlegt að Kína hafi gripið til þessara ráða en það hafa þeir gert,” sagði hann á Truth Social.
Fyrr í gær setti hann færslu inn á Truth Social þar sem hann gagnrýndi Kína fyrir að herða reglur um útflutning á sjaldgæfum málmum og sakaði hann Kínverja um að haga sér á fjandsamlegan hátt og reyna að halda heiminum í gíslingu.
Sem stendur nema tollar Bandaríkjamanna á kínverskar vörur 30 prósentum. Hefndartollar Kínverja gegn Bandaríkjunum eru 10%.
Ómar Geirsson:
Bandaríkin vakna upp við vondan draum.
