Allar hvítrússneskar hersveitir hafa verið settar á efsta stig viðbragðs að ósk Alexanders Lúkasjenkó, forseta landsins.
Pólski fjölmiðilinn Belsat greinir frá.
Að sögn varnarmálaráðuneytisins er ástæðan umfangsmikil heræfing sem á að efla getu hersins til að ráðast í stórar hernaðaraðgerðir.
Tæpur mánuður er síðan umfangsmikil sameiginleg heræfing Rússa og Hvítrússa fór fram á hvítrússneskri grundu. Atlantshafsbandalagið taldi æfinguna vera ögrun og taldi Volodimír Selenskí Úkraínuforseti að ögrunin beindist sérstaklega gegn Úkraínu.
Í síðasta mánuði fengu Hvítrússar einnig sendingu með miklu magni af skotvopnum og sprengiefni frá Rússum.
