Ian Watkins drepinn af samföngum sínum

Ian Watkins sat inni fyrir gróf kynferðisbrot gegn börnum.
Ian Watkins sat inni fyrir gróf kynferðisbrot gegn börnum. Ljósmynd/South Wales Police

Söngvarinn og barnaníðingurinn Ian Watkins er látinn eftir að ráðist var á hann í HMP Wakefield fangelsinu í Vestur Jórvík í Bretlandi í morgun. Watkins afplánaði þar 35 ára dóm fyrir gróf kynferðisbrot gegn börnum. BBC greinir frá.

Lögreglan var kölluð að fangelsinu í morgun eftir að ráðist hafði verið á Watkins, en hann var úrskurðaður látinn á vettvangi.

Þetta var ekki í fyrsta skipti sem ráðist var á Watkins, en árið 2023 var hann hætt kominn eftir að hafa verið stunginn af samföngum sínum.

Watkins var aðalsöngvari hljómsveitarinnar Lostprophets, sem var stofnuð árið 1997. Með hljómsveitinni gaf hann út fimm breiðskífur og sat um tíma á toppi vinsældarlistans í Brelandi.

Hann hefur setið inni frá árinu 2013 en hann var, líkt og áður sagði, dæmdur fyrir gróf kynferðisbrot gegn börnum. Fékk hann meðal annars tvo aðdáendur sína til að misnota börnin sín og senda honum myndbönd af því. Eitt barnanna var aðeins árs gamalt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert