Yfir hálf milljón íbúa snúið aftur heim

Palestínumenn flykkjast aftur heim til Gasaborgar.
Palestínumenn flykkjast aftur heim til Gasaborgar. AFP/ Eyad Baba

Yfir hálf milljón íbúa Gasaborgar hafa snúið aftur til síns heima eftir að vopnahlé tók gildi á milli Ísraels og Hamas-samtakanna í gær, samkvæmt talsmanni varnarmálastofnunar Gasa, sem starfar undir Hamas.

Eyðileggingin í Gasaborg er gríðarleg.
Eyðileggingin í Gasaborg er gríðarleg. AFP

Í morgun var greint frá því að um 250 þúsund Palestínumenn hefðu snúið aftur til Gasaborgar í gær og talið var að um 50 þúsund myndu bætast við í dag. Straumur fólks virðist þó enn meiri og nú telur varnamálastofnunin að yfir hálf milljón manna hafi þegar snúið til baka.

Eyðileggingin er hins vegar gríðarleg og margir sem snúið hafa aftur eru áfalli, enda heimili þeirra rústir einar. Aðrir gleðjast yfir því að sjá heimili sín enn uppistandandi.

AFP/Eyad Baba
AFP/Eyad Baba
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert