30 handteknir í mótmælum gegn innflytjendum

Lögreglan í Amsterdam í Hollandi handtók 30 mótmælendur við safnatorgið í miðborg hollensku höfuðborgarinnar í dag í mótmælum sem beindust gegn innflytjendum.

Eftir að formlegum mótmælum lauk örkuðu mótmælendur í gegnum miðborgina, sprengdu flugelda og kyrjuðu slagorð á borð við „burt með hælisstöðvar“ og „við erum Holland“.

Hvöttu mótmælendur til að forðast átök

Mótmæli sem svar við mótmælunum og beindust gegn rasisma og fasisma voru haldin við annað torg nærri, Jonas Daniel-torgið, en þar söfnuðust hundruð manna saman.

Skipuleggjendur beggja mótmæla hvöttu mótmælendur til að forðast átök og lögðu áherslu á öryggi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka