Lögreglan í Amsterdam í Hollandi handtók 30 mótmælendur við safnatorgið í miðborg hollensku höfuðborgarinnar í dag í mótmælum sem beindust gegn innflytjendum.
Eftir að formlegum mótmælum lauk örkuðu mótmælendur í gegnum miðborgina, sprengdu flugelda og kyrjuðu slagorð á borð við „burt með hælisstöðvar“ og „við erum Holland“.
Mótmæli sem svar við mótmælunum og beindust gegn rasisma og fasisma voru haldin við annað torg nærri, Jonas Daniel-torgið, en þar söfnuðust hundruð manna saman.
Skipuleggjendur beggja mótmæla hvöttu mótmælendur til að forðast átök og lögðu áherslu á öryggi.