Gíslunum sleppt samtímis í fyrramálið

Frá Gíslatorgi í Tel Aviv þar sem endurkomu gíslanna hefur …
Frá Gíslatorgi í Tel Aviv þar sem endurkomu gíslanna hefur verið fagnað. AFP/Jack Guez

Ísraelar reikna með því að allir gíslar sem eru í haldi á Gasasvæðinu verði látnir lausir í fyrramálið.

Talsmaður embættis forsætisráðuneytis Ísraels greindi frá þessu og bætti við að öllum gíslunum sem eru á lífi yrði sleppt samtímis.

„Lausn gísla okkar hefst snemma á mánudagsmorgun. Við búumst við því að öllum okkar 20 gíslum verði sleppt samtímis í hendur Rauða krossins og þeir fluttir í sex til átta farartækjum,” sagði Shosh Bedrosian við blaðamenn.

Bedrosian sagði einnig að Ísrael muni sleppa palestínskum föngum um leið og staðfest verður að gíslarnir á Gasa séu komnir til Ísraels.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert